Segir skelfilegt ef formaður fær endurnýjað umboð þrátt fyrir einelti Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:18 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. Stöð 2 Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Styr stendur nú um Þorgerði Laufeyju formann eftir að samskiptaskýrslu, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, var lekið á Facebook. Hún segist harma að skýrslunni hafi verið lekið og að báðir hlutaðeigandi vilji bæta samskipti sín. Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari í Síðuskóla á Akureyri, segir í samtali við Fréttablaðið að hún myndi telja það skelfilegt ef Þorgerður fær að sitja áfram sem formaður. „Hvað verður um traust og trúnað foreldra grunnskólabarna ef formaður grunnskólakennara gengur svona fram sjálf? Bíður traustið ekki hnekki? Er traustið í húfi? Ég er mjög uggandi yfir þessari stöðu,“ segir Helga Dögg. Á framboðsfundi Félags grunnskólakennara í vikunni var málið til umræðu og gekkst Þorgerður þar við því að hafa ekki gert nægilega vel í samskiptunum. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætti við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Hún bað hins vegar í lok fundarins fólk að láta dómstól götunnar ekki dæma í málinu og svo virðist sem hún vilji sem minnst ræða það. „Því er ég algjörlega ósammála og ég velti fyrir mér hvort stjórn Félags grunnskólakennara hefur vitað af þessu máli og bara þagað. Ef þau vissu ekki af málinu en vita þetta nú, af hverju heyrist þá ekkert frá stjórninni? Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við ef þagga á málið niður,“ segir Helga Dögg við Fréttablaðið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent