Innlent

Kallað út vegna elds í í­þrótta­húsi í Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum um klukkan 13.
Slökkviliðsmenn að störfum um klukkan 13. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds innan í klæðingu íþróttahússins í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafa slökkviliðsmenn á staðnum náð tökum á eldinum. Verið sé að slökkva í glóðum og reykræsta, en ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.  

Tilkynningin barst klukkan 12:20. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:15. 

Vísir/Vilhelm
Aðsend
Slökkviliðsmenn að störfum í Breiðholti.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×