Lífið

Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn eiga von á stelpu

Helgi Ómarsson skrifar
Elísabet Gunnars er viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet.
Elísabet Gunnars er viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet. Mynd/Konur Eru Konum Bestar

Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnars á von á sínu þriðja barni í haust með eiginmanni sínum, handboltamanninum Gunnari Stein Jónssyni. 

Hún deildi þessum gleðifréttum á Instagram og tilkynnti einnig kyn barnsins, en lítið stúlkubarn er á leiðinni heiminn í haust. 

Hjónin eiga fyrir tvö börn, Ölbu Mist og Gunnar Manuel. 

Elísabet og Gunnar halda mörgum boltum á lofti, en þau standa nú í framkvæmdum á heimili sínu sem þau fjárfestu við komu sína til Íslands ásamt því að sinna fyrirtækjum sínum og ferli.

Elísabet er ein af þremur Trendnet bloggurum sem ber barn undir belti, en Guðrún Helga Sørtveit og Andrea Röfn hafa einnig nýlega kynnt óléttu sína. 


Tengdar fréttir

„Þar brotnaði ég“

„Það er eiginlega bara smá skrítið, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um að vera flutt aftur til Íslands. „Það er auðvitað fullt af kostum en ég er ennþá að venjast, það tekur smá tíma,“ útskýrir Elísabet. „Börnunum líður vel og það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú.“

Guðrún Helga Sørtveit á von á öðru barni

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni. Guðrún sagði frá þessum gleðifréttum á Instagram í dag. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.