Innlent

Metur brottkast mun meira en áður var talið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mávar við Grindavíkurhöfn
Mávar við Grindavíkurhöfn Vísir/Vilhelm

Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanni flokks fólksins.

Brottkast hefur sést hjá um fjörutíu prósent allra báta sem flogið hefur verið yfir á dróna. 

Fiskistofa vinnur nú að því að leita tölfræðilegra aðferða til að magnmeta brottkast út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið við drónaeftirlit. Brottkast hafi mælst allt upp í 27 prósent af heildarafla eins báts í stakri veiðiferð, segir í svari ráðherra.

Fiskistofa metur, eftir þetta fyrsta ár í drónaeftirliti, að umfang ólöglegs brottkasts við Íslandsmið sé allnokkurt og mun meira en áður hefur verið talið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×