Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var í Pallborðinu ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni oddvita Samfylkingarinnar í bænum og Sigurði Þ. Ragnarssyni oddvita Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40