Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 15:40 Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir fóru um víðan völl í Pallborðinu í dag. Oft var bæði talað með munni og höndum. Vísir/Vilhelm „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira