Þarf fullkominn leik gegn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 17:01 Unai Emery er með „fimm háskólagráður“ í að ná árangri í Evrópukeppnum í fótbolta. Getty/Sebastian Widmann Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira