Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 14:29 Smáforrit Yay sem notað var til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl síðastliðinn og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki stutt það viðhlítandi rökum hvers vegna lög um opinber innkaup hafi ekki átt við þau innkaup sem málið snýst um. Stafrænt Ísland kallaði eftir tilboðum frá fjórum aðilum og gekk að lokum til samninga við fyrirtækið Yay ehf. Einnig var óskað eftir tilboðum frá Meniga, Landsbankanum og Renova, sem var vinnuheiti á nýju fyrirtæki Sigurjóns og Steinars. Í tilboði Yay fólst kostnaður sem nam fjögurra milljóna þróunarkostnaði auk virðisaukaskatts og rekstrarkostnaður upp á tólf til átján milljónir króna miðað við 1,5% þóknun af innleystri ferðagjöf. Fólst því í tilboðinu kostnaður að lágmarki sextán milljónir króna, sem er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í lögum um opinber innkaup að falli undir útboðsskyldu en þar er miðað við 15,5 milljónir króna. Ríkið hélt því hins vegar fram að í tilboði Yay hafi bara falist heildarkostnaður að fjárhæð 15.250.000 króna og þar af væru 11.250.000 krónur rekstrarkostnaður. Samsvarar það því að aðeins 50% ferðagjafa yrðu nýttar. Fleiri nýttu ferðagjöfina en framkvæmdastjórinn gerði ráð fyrir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem hafði umsjón með verkefninu, sagði í framburði sínum fyrir dómi að hann hefði sjálfur talið að aðeins 50% til 60% ferðagjafa myndu ganga út og byggt á því þann útreikning að kaupin væru undir útboðsskyldri fjárhæð. Þegar uppi var staðið nýttu fleiri ferðagjöfina en það og Yay á samkvæmt samningi að hafa fengið greiddar 15.180.000 krónur í rekstrarkostnað frá ríkinu, en ekki 11.250.000 krónur. Við það bættist áðurnefndur fjögurra milljóna króna þróunarkostnaður auk virðisaukaskatts og var heildarupphæðin því að endingu yfir viðmiðunarmörkum fyrir útboðsskyldu. Að mati héraðsdóms færðu stjórnvöld engin efnisleg rök fyrir því að ætluð fjárhæð rekstrarkostnaðar skyldi miðast við mun minni nýtingu á ferðagjöfinni en tilboðsgjafinn Yay gerði ráð fyrri í tilboði sínu og raunin varð. Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.Vísir/Egill Möguleikar þeirra hafi verið betri ef efnt hafði verði til útboðs Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands bar fyrir dómi að lausn stefnenda hefði uppfyllt öll tæknileg skilyrði. Að því leyti hafi lausnin átt raunhæfa möguleika á að vera valin af kaupanda. Af hálfu stefnenda hefur verið bent á atriði sem ranglega voru eignuð þeim í kynningu á samanburði á tilboðum með því að kynna lausn þeirra með tilboði Landsbankans og gátu haft neikvæð áhrif á afstöðu stjórnvalda til tilboðs þeirra. Að öllu virtu telur héraðsdómur að raunhæfir möguleikar Sigurjóns og Steinars til að verða valdir hafi skerst við þau brot á lögum um opinber innkaup að efna ekki til útboðs og gæta ekki að jafnræði í meðförum tilboða.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira