Lífið

Skipulagsdrottning landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala fékk að kynnast því hvernig er að vera með allt í röð og reglu heima hjá sér. 
Vala fékk að kynnast því hvernig er að vera með allt í röð og reglu heima hjá sér. 

Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er sannarlega með skipulagið á hreinu heima hjá sér og því fékk Vala Matt að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Og í innslaginu kom í ljós að skipulagið heima hjá Sóleyju er í raun með ólíkindum. Það eru hreinlega allir skápar og skúffur í röð og reglu.

Hún segir að fjölskyldan sé öll samstíga í því að ganga alltaf frá og rugla ekki skipulaginu.

Og áhersla er lögð á að eiga ekki of mikið af neinu, hvorki húsmunum, mat, fötum eða leikföngum.

Synir hennar sem eru bara nokkurra ára gamlir hafa lært að ganga alltaf frá eftir sig sjálfir og taka til í herberginu sínu.

Sóley heldur úti fyrirtækinu Heimaskipulag þar sem hún selur skipulagsvörur.

„Ég vildi bara eyða meiri tíma með strákunum mínum og því er mikilvægt að það sé auðvelt að ganga frá á kvöldin, en svo er þetta líka bara orðið að áhugamáli,“ segir Sóley sem sýnir skipulagsbox og margt fleiri í innslaginu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×