Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 19:22 Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“ Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Sjá meira
Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Sjá meira