Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 11:19 Brigitte Brugger segir að í raun hvaða fuglategund sem er geti smitast af flensunni. Stöð 2 Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent