Innlent

Nota dróna og hunda við leitina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síðast sást til Svanhvítar um klukkan 13 á miðvikudag þegar hún fór af heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði.
Síðast sást til Svanhvítar um klukkan 13 á miðvikudag þegar hún fór af heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði. Samsett

Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag.

Karen Ósk Lárusdóttir fjölmiðlafulltrúi hjá Landsbjörg segir að einnig sé notast við dróna og hunda við leitina.

Yfir hundrað björgunarsveitarmenn leituðu Svanhvítar langt fram eftir kvöldi í gær. Áfram er leitað á Völlunum í Hafnarfirði og nágrenni í dag. Svanhvít er 167 sentíetrrar á hæð, sólbrún með ljóslitað hár. Hún var síðast þegar vitað var klædd í gráar joggingbuxur og hettupeysu.


Tengdar fréttir

Ríf­lega eitt hundrað leita Svan­hvítar

Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×