Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 12:16 Sigmar Guðmundsson segir ákvarðanatöku sem þessa ekki boðlega hjá æðstu stjórn ríkisins og segir gagnsæi í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar lítið. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“ Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33