Röng yfirlýsing ríkisstjórnar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. apríl 2022 11:31 Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 5.10.2024 Jón Þór Stefánsson Halldór Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Uppeldi frá gamla einmenningar eins-skin-litar viðhorfum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar Skoðun Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar Skoðun Risastórt lýðheilsumál sem Alþingi hunsar Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar Skoðun Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar Skoðun Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar Skoðun Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Að dansa í regninu Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Dauðarefsing Pírata Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Úrskurðargrautur lögmanna Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Er vitlaust gefið í stjórnmálum? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Hinn langi USArmur Ísraels Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Finnur Bjarnason,Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun