Innlent

Ekki að firra sig á­byrgð með því að leggja Banka­­sýsluna niður

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill

Fjár­mála­ráð­herra er á­nægður með heildar­út­komu út­boðsins á Ís­lands­banka en viður­kennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með á­kvörðun um að leggja niður banka­sýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan á­byrgð á sölu­ferlinu.

Þrátt fyrir há­værar gagn­rýnis­raddir hvaða­næva að um ný­af­staðið út­boð ríkisins á hlut í Ís­lands­banka er fjár­mála­ráð­herra sáttur með heildar­út­komuna.

„Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af at­riði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjöl­farið af út­boðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:

Nokkrir mót­mæla­fundir hafa verið haldnir á Austur­velli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir af­sögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fá­menn mót­mæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn í morgun á meðan ríkis­stjórnin fundaði þar sem einn var hand­tekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband:

„Pólitíska á­byrgðin er alltaf hjá mér“

Rétt eftir páska greindi ríkis­stjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Banka­sýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Ís­lands­banka í bili.

Bjarni þver­tekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann á­byrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnar­and­stöðunni hafa haldið fram.

„Nei, nei. Pólitíska á­byrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann.

„Þau at­riði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sér­tæk og varða svona út­færslu og fram­kvæmda­leg at­riði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niður­stöðu ríkis­endur­skoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömu­leiðis hvað Seðla­bankinn segir.“

Vantreystir ekki Bankasýslunni

Hann segir að með því að leggja banka­sýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu reglu­verkinu fyrir næsta sölu­ferli.

„Við bendum á þætti sem varða gagn­sæi og upp­lýsinga­gjöf sem að mínu mati hafa verið dá­lítið gagn­rýnis­verð í síðasta út­boði. Og auð­velt að vísa bara til um­ræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrir­komu­lag til fram­tíðar. Og þetta eru bara tvö að­skilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni.

Þannig sé ekki um á­fellis­dóm yfir Banka­sýslu ríkisins að ræða.

„Sko, ef að málið snerist um al­gert van­traust á Banka­sýsluna þá hefðum við ein­fald­lega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórn­endur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni.


Tengdar fréttir

83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið

83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×