Innlent

Vélin er komin á þurrt land

Árni Sæberg skrifar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoðar vélina á vettvangi.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa skoðar vélina á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni rétt í þessu. Aðgerðir hafa staðið yfir við vatnið í allan dag og vélin hefur verið hífð upp í áföngum.

Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita hefur verið á svæðinu og voru vonir bundnar við að aðgerðum yrði alveg lokið í kvöld.

Nú er vélin komin á þurrt land og verið er að koma henni fyrir á flutningabíl. Vélin verður flutt til Reykjavíkur, að lokinni frumrannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa, þar sem hún verður rannsökuð frekar.

Vel hefur gengið að ná vélinni upp úr Þingvallavatni í dag.Vísir/Vilhelm

Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í vatninu í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu.

Vélin hafði legið á botni vatnsins í tæplega þrjá mánuði.Vísir/Vilhelm

Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu.

Töluverðan viðbúnað þurfti til að ná vélinni upp.Vísir/Vilhelm

Fréttamaður okkar hefur verið á svæðinu í allan dag og fjallað var um aðgerðirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.