Innlent

Gabríel kominn á Hólms­heiði en fé­lagar hans lausir

Árni Sæberg skrifar
Gabríel er kominn á bak við lás og slá á Hólmsheiði en félagar hans eru lausir úr haldi lögreglu.
Gabríel er kominn á bak við lás og slá á Hólmsheiði en félagar hans eru lausir úr haldi lögreglu. Samsett/Vilhelm

Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu.

Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Í morgun hafði lögregla hendur í hári hans í sumarbústað utan borgarmarkanna. Auk Gabríels voru þar fimm félagar hans, fjórir karlmenn og ein kona, öll um tvítugt.

Allir sem voru í bústaðnum voru handteknir og færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð. Fimmmenningunum hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglu en þeir sæta eftir sem áður rannsókn lögreglu.

Rannsókn á meintum þætti þeirra beinist að því hvort brotamanni hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Gabríel sjálfur hefur verið færður til afplánunar á Hólmsheiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×