Á útleið eftir aldarfjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fallegar íbúðir með svölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 07:00 Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs. vísir/vilhelm Húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í JL-húsinu í Vesturbænum, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn hefur fengið staðfestingu frá borginni um að byggja megi íbúðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmiskonar rekstur. Margir hafa sýnt þessum möguleika áhuga. Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir. Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir.
Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00