Innlent

Á út­leið eftir aldar­fjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fal­­­legar í­búðir með svölum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs.
Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs. vísir/vilhelm

Hús­næði Mynd­lista­skólans í Reykja­vík, sem er eina starf­semin sem eftir er í JL-húsinu í Vestur­bænum, hefur verið sett á sölu. Skóla­stjórinn hefur fengið stað­festingu frá borginni um að byggja megi í­búðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmis­konar rekstur. Margir hafa sýnt þessum mögu­leika á­huga.

Þetta risa­stóra og sögu­fræga hús­næði í Vestur­bænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starf­semi síðustu ár sem hefur eigin­lega öll farið á hausinn.

Ein stofnun hefur þó staðið keik; Mynd­lista­skólinn í Reykja­vík hefur verið með starf­semi í húsinu í tæpan aldar­fjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsa­kost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til fram­búðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær:

„Þetta er eitt af því sem er aug­lýst til sölu á netinu. Það er hús­næði skólans hérna. Þetta er bara eigin­lega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra hús­næði,“ segir Ás­laug Thor­la­cius, skóla­stjóri Mynd­lista­skólans í Reykja­vík.

Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar

Allt á hausinn

Hæðir hússins eru fimm. Mynd­lista­skólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar.

Verslun Nóa­túns var lengi starf­rækt á jarð­hæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitinga­staðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs.

Bæði hótel og far­fugla­heimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn.

Nei, það hefur ekki gengið sér­lega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu.

„Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Ás­laug.

Og ein­mitt þess vegna eru nú uppi hug­myndir um að breyta þessu sögu­fræga húsi í í­búðar­hús.

Svalir á allan norðausturhlutann

Ás­laug segist hafa fengið margar fyrir­spurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir í­búðir og sendi því­fyrir­spurn á skipu­lags­full­trúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það.

„Ég held það væri bara frá­bært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fal­legar í­búðir,“ segir Ás­laug.

Út­sýnið er enda prýði­legt úr húsinu, sem Ás­laug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norð­austur­hliðina.

„Ég held að það skipti náttúru­lega höfuð­máli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Ás­laug.

Þetta er í lagi sam­kvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér ný­upp­gerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni.

Bankinn á hinar hæðirnar

Fjár­festinga­fé­lagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í ný­legu upp­gjöri fé­lagsins við Ís­lands­banka féll hús­næðið í hendur bankans. Af­salið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í sam­tali við frétta­stofu enn ekki búinn að taka á­kvörðun um hvað gera eigi við húsið.

Bankinn úti­lokar þó alls ekki að þar verði byggðar í­búðir.


Tengdar fréttir

Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu

Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×