Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 14:05 Í yfirlýsingu frá sendiráðinu er sagt að markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu muni takast. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“ Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“
Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13