Hífa vélina upp í skrefum og vona að aðgerðum ljúki í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Á sjötta tug viðbragðsaðila eru nú á svæðinu. Vísir/Vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið. Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“ Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Sjá meira
Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30
Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent