Fótbolti

Alfons og félagar í bikarúrslit eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar eru á leið í úrslit norksu bikarkeppninnar.
Alfons Sampsted og félagar eru á leið í úrslit norksu bikarkeppninnar. Soccrates/Getty Images

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt eru á leið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur gegn Viking í Íslendingaslag í kvöld.

Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son og Samú­el Kári Friðjóns­son voru báðir í byrj­un­arliði Vik­ing í leikn­um og Alfons var á sínum stað í byrjunarliði Bodø/Glimt.

Gestirnir í Viking tóku forystuna strax á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en heimamenn í Bodø/Glimt jöfnuðu metin aðeins fimm mínútum síðar.

Gil­bert Koom­son kom svo heimamönnum í 2-1 forystu stuttu fyrir hálfleik og þar við sat.

Niðurstaðan varð 2-1 sigur Bodø/Glimt og liðið er því á leið í bikarúrslit. Mótherjar Bodø/Glimt í úrslitum verða Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í Molde, en Björn Bergmann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×