Innlent

Flug­vél á leið til Ali­cante snúið við vegna bilunar

Árni Sæberg skrifar
Snúa þurfti flugvél Icelandair við vegna bilunar í dag.
Snúa þurfti flugvél Icelandair við vegna bilunar í dag. Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair á leið til Alicante á Spáni var snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar.

Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var um smávægilegt tæknilegt atriði að ræða en öryggisins vegna var ákveðið að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík.

Hann segir vélina ekki hafa verið lengi á lofti áður en bilunarinnar varð vart. Á myndinni hér að neðan má sjá leið flugvélarinnar sem er af gerðinni Boeing 767.

Skjáskot/Flightradar24.com

Flugtak var rétt fyrir klukkan níu í morgun en önnur vél fór í loftið rétt í þessu með sólþyrsta ferðalanga sem þurftu að láta sér lynda að bíða aðeins lengur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×