Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:59 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir leikskólamál í borginni í ólestri. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til. Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?