Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 15:31 Frá leitinni að TFF-ABB á Þingvallavatni í febrúar. Vísir/vilhelm Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“ Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira