Innlent

Sigurður Guð­munds­son látinn 53 ára að aldri

Eiður Þór Árnason skrifar
Sigurður Guðmundsson rak lengi verslanir undir merkjum The Viking. 
Sigurður Guðmundsson rak lengi verslanir undir merkjum The Viking.  Facebook

Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri.

Akureyri.net greinir frá því að hann hafi látist í gær í borginni Lusaka í Sambíu, þar sem hann hafi búið undanfarin ár ásamt Njavwa Namumba, sambískri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungan son en Sigurður á einnig þrjú börn sem eru á aldrinum 16 til 24 ára. 

Sigurður starfrækti lengi þrjár minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri undir merkjum The Viking en Penninn tók yfir reksturinn árið 2018. 

Í Sambíu rak hann ferðaþjónustufyrirtækið Four Hippos Travel ásamt eiginkonu sinni sem bauð Íslendingum að upplifa Afríku undir íslenskri leiðsögn. Þá stefndu þau á að hefja þar innflutning og sölu lyfja undir merkjum Viking Pharma.

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×