Innlent

Ís­lenskur á­hrifa­valdur í haldi lög­reglu á Spáni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn er samkvæmt heimildum fréttastofu þekktur áhrifavaldur. 
Maðurinn er samkvæmt heimildum fréttastofu þekktur áhrifavaldur.  Getty/Fernando Gutierrez-Juarezþ

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í síðasta mánuði. Maðurinn er samkvæmt heimildum fréttastofu þekktur áhrifavaldur. 

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við mbl.is, sem greinir fyrst frá, að íslenskur ríkisborgari hafi verið handtekinn á Spáni í mars. 

„Ég get staðfest að í síðasta mánuði var leitað til borgaraþjónustunnar vegna handtöku á íslenskum ríkisborgara á Spáni,“ segir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við fréttastofu. 

Sveinn sagðist ekkert fleira geta gefið upp um málið. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sem um ræðir verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot hér á landi og auk þess verið ákærður fyrir líkamsárás, sem hann var þó sýknaður af.  

Hér að neðan má sjá myndband, sem gengur nú manna á milli á samfélagsmiðlum, og sýnir Íslendinginn handjárnaðan af spænsku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann handtekinn fyrri hluta mars.

Uppfært klukkan 15:45.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×