Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2022 12:38 Vilhjálmur Birgisson segist bera traust til Sólveigar Önnu Jónsdóttur þrátt fyrir að hann geti ekki stutt hópuppagnir á skrifstofu Eflingar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Vilhjálms sem hann birti í dag á vefsíðu VLFA. „Það er skoðun formanns félagsins að það hafi verið mistök hjá lýðræðis kjörinni stjórn Eflingar að velja hópuppsögn til að ráðast í þær nauðsynlegu skiplagsbreytingar sem þau höfðu boðað í sinni kosningabaráttu. Það er mat formanns að stjórn Eflingar hefði getað náð fram þeim skiplagsbreytingum án þess að grípa til þessara hópuppsagna,“ skrifar Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur verið náinn bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, undanfarin misseri. Studdi hún til að mynda dyggilega við bakið á Vilhjálmi þegar hann var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á dögunum. Í samtali við fréttastofu fyrir sléttri viku sagði Vilhjálmur ekki hafa forsendur til að vega og meta hvað lægi að baki hópuppsögnunum. Nú segist hann ekki geta stutt hópuppsagnirnar. „Til að svara spurningunni aftur um hvort formaður styðji þessa hópuppsögn hjá Eflingu, þá er stutta svarið að sjálfsögðu, nei, ekkert frekar en aðrar hópuppsagnir sem eru á íslenskum vinnumarkaði og vill formaður ítreka að hans mat er að hægt hefði verið að ná fram skipulagsbreytingum með öðrum hætti en hópuppsögn,“ skrifar Vilhjálmur. Segist hann þó bera traust til Sólveigar Önnu, þrátt fyrir að geta ekki stutt aðgerðirnar eða tekið upp hanskann hvað þær varðar. „En hann tekur hanskann upp fyrir henni sem öfluga baráttukonu fyrir að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði,“ skrifar Vilhjálmur og á þar við Sólveigu Önnu. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Félagsmenn foxillir eftir tölvupóst Sólveigar Önnu Stjórn Eflingar hyggst ræða kröfur fimm hundruð félagsmanna um að halda félagsfund. Tölvupóstur frá formanni félagsins hefur vakið reiði félagsmanna og segir varaformaður Eflingar formanninn vera að eyðileggja starf verkalýðshreyfingarinnar. Forsvarsmenn félagsins urðu ekki við beiðni um viðtal í morgun. 20. apríl 2022 12:31
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58
Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34