Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2022 23:16 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að til lengri tíma litið myndi NATO-aðild Svíþjóðar og Finnlands tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar með einnig Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þetta sagði Baldur í samtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Þar var möguleg NATO-aðild Svía og Finna meðal annars til umræðu, áhrifin sem slík aðild myndi hafa á Ísland, umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu og framvinda innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. „Rússnesk stjórnvöld hafa hótað því að bregðast við af fullu afli ef Finnar og Svíar sækja um aðild að NATO. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki. Eina sem þeir hafa gefið í skyn að fæli í þessu er að þeir muni kjarnorkuvæðast á Eystrasaltinu og hóta Finnum og Svíum þá kjarnorkuvæðingu Eystrasaltsins. Litháar hafa þó stigið inn í þá umræðu og sagt að þeir hafi nú þegar kjarnorkuvopn þar, Rússarnir,“ segir Baldur. Verðum að huga að þessum málum Baldur sagði að Ísland, sem sé eitt Norðurlandanna og eitt Atlantshafsbandalagsríkja, geti alveg eins orðið fyrir refsiaðgerðum Rússa eins og önnur ríki Norðurlandanna og Atlantshafsbandalagsins. „Þess hegna held ég að það sé mikilvægt fyrir öll ríki í Vestur-Evrópu að huga að því hvað hugsanlega Rússland gæti gert. Og Ísland er ekkert eyland í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum líka að þessum málum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að íslensk stjórnvöld myndu styðja aðildarumsókn Finna að NATO, myndi slík berast. Hávær umræða er nú uppi bæði í Finnlandi og Svíþjóð um hvort rétt sé að sækja um aðild að NATO í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld meti varnarþörfina Baldur hefur meðal annars nefnt í umræðunni um öryggis- og varnarmál Íslands, hvort velta megi fyrir sér hvort Ísland sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO. Hvað áttu við með því? Erum við berskjölduð eða berskjaldaðri að einhverju leyti? „Það sem ég á við er að við erum minnsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. „Við erum eina bandalagsríkið sem er ekki með her, sem er ekki með varnarlið á landinu. Þannig að það gæti einhver litið svo á að við séum veikasti hlekkurinn í þessari keðju, varnarkeðju. Það er mikilvægt að huga að því á meðan svo er, hvort að við þurfum að gera eitthvað enn frekar til að styrkja stöðu okkar. Og ég hef talað fyrir því að það sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld byrji sjálf að meta það, hver sé varnarþörfin fyrir Ísland. Og að þeirri vinnu lokinni tökum við upp viðræður við okkar bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli best háttað.“ En gæti það ekki styrkt stöðu Íslands ef öll Norðurlöndin yrðu aðilar að NATO? „Jú, ég er alveg sammála því. Ef Finnar og Svíar ganga í bandalagið, þó að sú ákvörðun að sækja um aðild muni skapa ákveðna óvissu, skapa óöryggi á Norðurlöndunum vegna þessara hótana Rússa, en til lengri tíma litið þá myndi það tvímælalaust styrkja varnir Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. Vegna þess að þá munu öll þessi fimm lönd – Norðurlöndin – vera líklegri til að tala einni röddu innan Atlantshafsbandalagsins og leiða til enn nánari varnarsamvinnu á milli ríkjanna fimm heldur en þegar er,“ segir Baldur. Í viðtalinu var einnig meðal annars rætt um Evrópusambandsumsókn Úkraínumanna. Baldur segist þó ekki hafa mikla trú á því að Úkraína geti gengið inn í sambandið með einhverjum flýtileiðum, án þess að uppfylla þau skilyrði um aðild sem sambandið sjálft geri til umsóknarríkja. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00