Erlent

Hand­tekinn fyrir til­raun til að myrða lög­reglu­þjóna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hvorugan lögregluþjónin sakaði.
Hvorugan lögregluþjónin sakaði. Dan Kitwood/Getty

Lögreglan í London hefur handtekið mann fyrir meinta morðtilraun sem beindist gegn tveimur lögregluþjónum í Westiminster.

Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Lögregla beitti rafbyssu á manninn, sem var handtekinn í morgun eftir að hafa veist að tveimur lögregluþjónum með hnífum. Hvorugan þeirra sakaði þó.

Lögreglan segir málið ekki rannsakað sem tilraun til hryðjuverka. Auk morðtilraunar var maðurinn einnig handtekinn fyrir vopnalagabrot, að því er segir í frétt BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×