Innlent

Fóru í 80 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Páskarnir hafa verið annasamir að sögn slökkviliðs.
Páskarnir hafa verið annasamir að sögn slökkviliðs. Vísir/Vilhelm

Nokkrar annir hafa verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um páskana, sem sinnti 80 sjúkraflutningsútköllum á sólarhringum frá því snemma í gærmorgun þar til í morgun.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins. Þar segir að af þeim 80 útköllum hafi verið 29 forgangsútköll.

Ljóst er að meiri not voru fyrir sjúkrabíla liðsins en slökkvibíla síðasta sólarhringinn, en fjögur útköll bárust þar sem slökkvibíla þurfti á vettvang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×