Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 15:03 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi í pontu á ráðstefnunni á Hótel Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira
Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY
Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Sjá meira