Innlent

Fáklæddur maður hafði í hótunum við ungar stúlkur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn var handtekinn á Seltjarnarnesi.
Maðurinn var handtekinn á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á stuttbuxum einum klæða var handtekinn á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum síðdegis í gær. Hann hafði haft í hótunum við ungar stúlkur.

Að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar var maðurinn undir miklum áhrifum áfengis og var vistaður í fangageymslu lögreglu uns unnt verður að ræða við hann.

Á níunda tímanum í gær barst lögreglu þá tilkynning um slys í Kórahverfinu í Kópavogi. Viðkomandi hafði fengið lok af heitum potti í höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en áverkar voru þó taldir vera minniháttar.

Á sjötta tímanum í nótt ók karlmaður þá bifreið sinni gegn rauðu ljósi, fram hjá lögreglubíl sem var kyrrstæður á gatnamótunum. Þegar lögregla hafði afskipti af honum veittist viðkomandi að lögreglu og var í kjölfarið handtekinn. Hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en neitaði blóðsýnatöku og var því sviptur ökuréttindum sínum á staðnum.

Alls hafði lögregla afskipti af sjö ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×