Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. apríl 2022 22:58 Venju samkvæmt sækja fjölmargir Íslendingar í sólina á Kanaríeyjum. getty Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Vegna þessa fylltust til að mynda stæðin við Keflavíkurflugvöll í dag. Samkvæmt upplýsingum frá íslensku flugfélögunum er sólin vinsæl auk borgarferða og er þétt bókað í flest flugin um páskana. Einnig virðist sem mörgum sem komnir eru út líði vel því þeir eru sumir nú þegar hverjir búnir að framlengja ferðir sínar um nokkra daga. Einnig er töluvert um að erlendir ferðamenn séu að koma hingað til lands um páskana. Óvenjulítil umferð Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin á leið frá höfuðborgarsvæðinu sé nú töluvert minni rétt fyrir páska en undanfarin ár. Hann bætir við að töluverð umferð hafi þó verið í gær og hún verið nokkuð hröð. Til að mynda hafi fimmtán ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi. „Svo það virðist vera að þeir sem hafi verið að fara út úr bænum hafi tekið forskot á sæluna og farið aðeins á undan,“ sagði Árni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mjög gott færi sé víða um land, veðurspáin ágæt og það stefni í góða páska. Hann segir að fólk sé mikið að fara norður, á Vestfirði og þá sé mikil umferð á Suðurlandsvegi þar sem fólk geri sér leið í sumarhúsabyggðir. Þá hafi ekki síst verið töluverð umferð á Reykjanesbrautinni í átt að Keflavík. „Það er hitinn sem heillar og ég skil það vel,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðalög Samgöngur Umferð Páskar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira