Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2022 14:14 Ingibjörg segir að síðasta ár hafi verið það erfiðasta hingað til. Hún segir það hafa brotið hjarta sitt að horfa upp á það þegar Twitter logaði af lygasögum um son hennar. aðsend Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. Í áhrifaríku viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann sem birtist á Stöð 2 í gær og á Vísi gengst Auðunn, sem þekktur er sem tónlistarmaðurinn Auður, við því að hafa farið yfir mörk kvenna en segir hins vegar að sumar ásakana sem hann hefur mátt sitja undir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Hann sé reiðubúinn að gangast við ábyrgð á því sem hann hefur sannarlega gert og takast á við það. En það sé ekki hægt að sitja undir ósönnum og ógeðslegum ásökunum um eitthvað það sem hann hefur ekki gert. Lygasögurnar særðu mæðginin djúpu hjartasári Ingibjörg segir að í því andrúmi sem hefur ríkt að undanförnu þurfi heljarinnar hugrekki að stíga fram. Hún er búsett ásamt eiginmanni sínum Lúther Sigurðssyni lækni í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Í samtali við Vísi segir hún undanfarið ár hafa verið afar erfitt svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Þetta hefur verið erfiðasta ár lífs míns. Ég verð að vera hreinskilin. Allt frá því að lygasagan um þöggunarsamninga fór af stað. Ég held að fólk með góðan ásetning hafi farið að deila þessu – án þess að hafa neitt fyrir sér í því. Og það særði mig og son minn og okkur, djúpt hjartasár. Þetta hefur breytt því hvernig ég sé heiminn.“ Ingibjörg og Auðunn. Samband þeirra hefur alltaf verið náið. Ásakanirnar hafa haft veruleg áhrif á fjölskylduna.aðsend Ingibjörg birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist alla tíð hafa verið stolt af syni sínum, allt frá því hann fæddist. „Alla tíð hef ég haft manngildi og góðmennsku í fyrirrúmi í uppeldinu og það hefur þú tileinkað þér. Ég fylgdist stolt með þér byggja upp feril þinn sem listamaður og veit að tónlistin er ekki bara þín atvinna heldur allt þitt líf og yndi. Þú hefur notið þess að starfa með hæfileikaríku fólki.“ Twitter logaði af ósönnum lygasögum Ingibjörg segir að það hafi beinlínis brotið móðurhjartað að horfa upp á vanlíðan sonar síns og vanmátt gegn ósönnum ásökunum. „Að horfa á drenginn minn mölbrotinn í fósturstellingu af vanlíðan, í engu ástandi að svara fyrir sig.“ En að sama skapi hefur Ingibjörg fyllst stolti yfir því hvernig Auðunn hafi tekið á málunum. Fylgst með honum byggja sjálfan sig upp af mikilli auðmýkt og heiðarleika. Ingibjörg gengst fúslega við því að hún hafi stundum fyllst mikilli reiði þegar mest gekk á. „Twitter logaði af ósönnum lygasögum. Lygasögum dreift ekki af þolendum heldur óhörðnuðum unglingum,“ segir Ingibjörg. En þá hafi þau Auðunn átt í löngum samræðum og sonur hennar bent henni á að fólk sem færi mikinn á netinu væri allskonar og á misgóðum stað í lífinu. Ingibjörg segist ánægð með það að Auðunn hafi brugðist við ásökununum af stillingu, tekið ábyrgð en viljað leiðrétta það sem rangt var með farið. Og skoðað það sem betur mátti fara. Ingibjörg og Lúther eiga tvö börn: Auðun og Hrafnhildi sem er þekkt fyrir að hafa verið ein helsta sunddrottning landsins; slegið fjölda Íslandsmeta og verið í landsliðinu.aðsend „Auðunn hefur fengið yfir sig netárásir og morðhótanir og ég er svo stolt að hann nýtti þessa þrekraun til þess að verða ennþá betri og umburðarlyndari maður.Í samtölum okkar hefur þú hjálpað mér að skilja hvað það að fara yfir mörk þýðir. Fólk á mismunandi baksögu og mismunandi mörk.“ Hefur nýtt hræðilegt áfall til að stækka sig Ingibjörg segist vart þurfa að taka það fram að alltaf skuli virða mörk annarra. En það erfiðara í þessu er að ekki standi alltaf utan á fólki hvar þau mörk liggja. Upplifun geti verið ólík út frá baksögu fólks og fyrri áföllum, svo dæmi séu nefnd. Ingibjörg og Lúther hafa verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár og una þar hag sínum vel. Undanfarið ár hefur hins vegar reynst þeim afar erfitt.aðsend „Ég sem gamall hjúkrunafræðingur hef tileinkað mér orðatiltækið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar”. Spurð hvort hún telji að viðtalið, sem vakið hefur gríðarmikla athygli, geri orðið til þess að nú létti til yfir fjölskyldunni, þá segist hún ekki gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég er stolt af syni mínum. Hann hefur nýtt þetta hræðilega áfall í að stækka sig - ég er sjálf ennþá að vinna úr því. Hann hefur sagt frá sinni hlið og restin er ekki í okkar höndum.“ MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Í áhrifaríku viðtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann sem birtist á Stöð 2 í gær og á Vísi gengst Auðunn, sem þekktur er sem tónlistarmaðurinn Auður, við því að hafa farið yfir mörk kvenna en segir hins vegar að sumar ásakana sem hann hefur mátt sitja undir séu algerlega úr lausu lofti gripnar. Hann sé reiðubúinn að gangast við ábyrgð á því sem hann hefur sannarlega gert og takast á við það. En það sé ekki hægt að sitja undir ósönnum og ógeðslegum ásökunum um eitthvað það sem hann hefur ekki gert. Lygasögurnar særðu mæðginin djúpu hjartasári Ingibjörg segir að í því andrúmi sem hefur ríkt að undanförnu þurfi heljarinnar hugrekki að stíga fram. Hún er búsett ásamt eiginmanni sínum Lúther Sigurðssyni lækni í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Í samtali við Vísi segir hún undanfarið ár hafa verið afar erfitt svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Þetta hefur verið erfiðasta ár lífs míns. Ég verð að vera hreinskilin. Allt frá því að lygasagan um þöggunarsamninga fór af stað. Ég held að fólk með góðan ásetning hafi farið að deila þessu – án þess að hafa neitt fyrir sér í því. Og það særði mig og son minn og okkur, djúpt hjartasár. Þetta hefur breytt því hvernig ég sé heiminn.“ Ingibjörg og Auðunn. Samband þeirra hefur alltaf verið náið. Ásakanirnar hafa haft veruleg áhrif á fjölskylduna.aðsend Ingibjörg birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist alla tíð hafa verið stolt af syni sínum, allt frá því hann fæddist. „Alla tíð hef ég haft manngildi og góðmennsku í fyrirrúmi í uppeldinu og það hefur þú tileinkað þér. Ég fylgdist stolt með þér byggja upp feril þinn sem listamaður og veit að tónlistin er ekki bara þín atvinna heldur allt þitt líf og yndi. Þú hefur notið þess að starfa með hæfileikaríku fólki.“ Twitter logaði af ósönnum lygasögum Ingibjörg segir að það hafi beinlínis brotið móðurhjartað að horfa upp á vanlíðan sonar síns og vanmátt gegn ósönnum ásökunum. „Að horfa á drenginn minn mölbrotinn í fósturstellingu af vanlíðan, í engu ástandi að svara fyrir sig.“ En að sama skapi hefur Ingibjörg fyllst stolti yfir því hvernig Auðunn hafi tekið á málunum. Fylgst með honum byggja sjálfan sig upp af mikilli auðmýkt og heiðarleika. Ingibjörg gengst fúslega við því að hún hafi stundum fyllst mikilli reiði þegar mest gekk á. „Twitter logaði af ósönnum lygasögum. Lygasögum dreift ekki af þolendum heldur óhörðnuðum unglingum,“ segir Ingibjörg. En þá hafi þau Auðunn átt í löngum samræðum og sonur hennar bent henni á að fólk sem færi mikinn á netinu væri allskonar og á misgóðum stað í lífinu. Ingibjörg segist ánægð með það að Auðunn hafi brugðist við ásökununum af stillingu, tekið ábyrgð en viljað leiðrétta það sem rangt var með farið. Og skoðað það sem betur mátti fara. Ingibjörg og Lúther eiga tvö börn: Auðun og Hrafnhildi sem er þekkt fyrir að hafa verið ein helsta sunddrottning landsins; slegið fjölda Íslandsmeta og verið í landsliðinu.aðsend „Auðunn hefur fengið yfir sig netárásir og morðhótanir og ég er svo stolt að hann nýtti þessa þrekraun til þess að verða ennþá betri og umburðarlyndari maður.Í samtölum okkar hefur þú hjálpað mér að skilja hvað það að fara yfir mörk þýðir. Fólk á mismunandi baksögu og mismunandi mörk.“ Hefur nýtt hræðilegt áfall til að stækka sig Ingibjörg segist vart þurfa að taka það fram að alltaf skuli virða mörk annarra. En það erfiðara í þessu er að ekki standi alltaf utan á fólki hvar þau mörk liggja. Upplifun geti verið ólík út frá baksögu fólks og fyrri áföllum, svo dæmi séu nefnd. Ingibjörg og Lúther hafa verið búsett í Bandaríkjunum undanfarin ár og una þar hag sínum vel. Undanfarið ár hefur hins vegar reynst þeim afar erfitt.aðsend „Ég sem gamall hjúkrunafræðingur hef tileinkað mér orðatiltækið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar”. Spurð hvort hún telji að viðtalið, sem vakið hefur gríðarmikla athygli, geri orðið til þess að nú létti til yfir fjölskyldunni, þá segist hún ekki gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég er stolt af syni mínum. Hann hefur nýtt þetta hræðilega áfall í að stækka sig - ég er sjálf ennþá að vinna úr því. Hann hefur sagt frá sinni hlið og restin er ekki í okkar höndum.“
MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira