Lífið

Camila Cabello deilir húð- og förðunar rútínunni og segist nota varaliti meira þegar hún er á lausu

Elísabet Hanna skrifar
Camila Cabello fer yfir fljótlega morgunrútínu sem hún gerir og ræðir lífið og veginn í leiðinni.
Camila Cabello fer yfir fljótlega morgunrútínu sem hún gerir og ræðir lífið og veginn í leiðinni. Getty/Rodrigo Varela

Söngkonan Camila Cabello deilir húð- og förðunar rútínunni sinni með fylgjendum Vogue. Camila segist hafa byrjað að huga betur að sér í heimsfaraldrinum og það hafi hjálpað henni mikið andlega.

Hún lýsir því einnig hvernig sjálfstraustið hefur aukist með árunum og hvernig hún þorir meira að prófa nýja hluti þegar kemur að hári og förðun í dag. Hún setur einnig á sig gloss í myndbandinu og talar um það hvað hún noti varaliti, gloss og aðrar vörur á varirnar meira þegar hún er á lausu eins og hún sé núna. 

Með því kom hún því skírt til skila að hún og fyrrverandi kærastinn hennar Shawn Mendes séu ekki aftur saman og hún bætir við:

„Því mér líkar ekki að kyssa einhvern með gloss, það er rosa mikið, svo núna þegar ég er ekki að kyssa neinn er gloss tími elskan.“

Tengdar fréttir

58 skrefa rútína Shay Mitchell

Pretty Little Liars leikkonan Shay Mitchell er með yfir 33 milljón fylgjendur á Instagram og er líka vinsæl á TikTok. Hún er mikið fyrir húðvörur, snyrtivörur og heilsu og því margir forvitnir um það hvaða vörur hún notar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.