Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Eiður Þór Árnason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2022 20:16 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt. Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt.
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20