Fótbolti

Sandra inn fyrir Cecilíu en annað óbreytt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir stendur á milli stanganna hjá Íslandi gegn Tékklandi.
Sandra Sigurðardóttir stendur á milli stanganna hjá Íslandi gegn Tékklandi. vísir/vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir leikinn Tékklandi í undankeppni HM í Teplice í dag.

Sandra Sigurðardóttir kemur í markið í stað Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en annað er óbreytt.

Sif Atladóttir og Hallbera Gísladóttir eru bakverðir og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir standa vaktina í miðri vörninni.

Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru á miðjunni, Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir á köntunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir er fremst.

Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 15:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×