Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 13:11 Drífa Snædal forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þar eru litlir kærleikar á milli. Drífa hefur lýst því að uppsagnir á skrifstofum Eflingar séu vafasamar en því mótmælir Sólveig Anna hástöfum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. „Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
„Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36