Innlent

Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun.
Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón

Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 

Þegar hringt er í símsvara félagsins kemur fram að skrifstofa Eflingar verði lokuð til hálf tíu vegna starfsmannafundar. en RÚV greindi frá því í morgun að boðað hafi verið til fundarins. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í gær að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum og var tillagan samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.

Uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðarmót

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. 

Starfsmenn sem RÚV ræddi við fyrir klukkan átta í morgun höfðu þó ekki fengið uppsagnarbréf. 

Tillagan var harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórn Eflingar en hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Sólveig Anna þó ekki til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi og lét nægja að sitja fund stjórnar.


Tengdar fréttir

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×