Lífið

Afhentu Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Dóra Ingólfsdóttir og Ómar Hólm tóku við fyrsta Míu bangsanum með syni sínum Sölva Páli Hólm.
Jóhanna Dóra Ingólfsdóttir og Ómar Hólm tóku við fyrsta Míu bangsanum með syni sínum Sölva Páli Hólm.

Styrktarfélagið Mia Magic afhenti Barnaspítala Hringsins 30 Míu bangsa í gær. Jón Sverrir Árnason, sonur Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic, afhenti fyrsta Míu bangsann sem Barnaspítalinn fékk honum Sölva Páli Hólm.

Míu bangsinn er hannaður eftir aðalpersónu bókar Þórunnar Evu, Mía fær lyfjabrunn, sem fjallað hefur verið um hér á Lífinu á Vísi. Öll börn sem þurfa á lyfjabrunni að halda vegna veikinda sinna fá bókina að gjöf. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahönnuður og listakona skapaði Míu.

Þórunn Eva var á síðasta ári valin Framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir vinnu sína í þágu langveikra barna. Guðni Th. forseti Íslands afhenti henni viðurkenninguna. Hún á sjálf tvo langveika drengi, sem voru báðir viðstaddir afhendingu Míu bangsanna í gær. 

Sölvi Páll Hólm með Míu bangsann sinn.

Mia Magic félagið afhendir langveiku barni og foreldrum langveiks barns sérstakt Míu box í hverjum mánuði, fulla af gjöfum frá styrktaraðilum verkefnisins. Á hverju ári eru svo Míu verðlaunin afhent einstaklingi sem vinnur með langveikum börnum. Gunnlaugur Sigfússson barnahjartalæknir hlaut verðlaunin á síðasta ári. 

Gróa, Guðrún og Una tóku við gjöfinni fyrir hönd Barnaspítala Hringsins. 
Míu bangsarnir á leikstofu Barnaspítala Hringsins.


Tengdar fréttir

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×