Karl Gauti kærir lögreglustjóra fyrir að fella niður rannsókn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. apríl 2022 07:43 Karl Gauti Hjaltason segir að umfjöllun um mál sem þessi eigi að heyra undir dómstóla. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður sem féll út af þingi við endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi síðasta haust, hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að fella niður rannsókn á málinu. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Lögreglustjórinn sektaði á sínum tíma meðlimi yfirkjörstjórnar í kjördæminu fyrir brot á lögum eftir að ýmsir vankantar komu í ljós á starfsháttum kjörstjórnar. Kjörstjórnarfólkið neitaði hinsvegar að gangast við sektunum. Á dögunum var síðan greint frá því að lögreglan hefði ákveðið að fella niður rannsóknina á störfum kjörstjórnar þar sem ekki teldist líklegt að rannsóknin myndi leiða til sakfellingar. Þetta vill Karl Gauti ekki sætta sig við og segir í samtali við blaðið að umfjöllun um svo mikilvæg mál sem þessi eigi að heyra undir dómstóla. Karl Gauti, sem er einnig fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglunnar á Vesturlandi og segir hana aðeins hafa rannsakað hluta málsins, en í kæru sinni til lögreglu á sínum tíma hafi Karl Gauti bent á fjölmörg atriði sem hann taldi ábótavant hjá kjörstjórninni. Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Lögreglustjórinn sektaði á sínum tíma meðlimi yfirkjörstjórnar í kjördæminu fyrir brot á lögum eftir að ýmsir vankantar komu í ljós á starfsháttum kjörstjórnar. Kjörstjórnarfólkið neitaði hinsvegar að gangast við sektunum. Á dögunum var síðan greint frá því að lögreglan hefði ákveðið að fella niður rannsóknina á störfum kjörstjórnar þar sem ekki teldist líklegt að rannsóknin myndi leiða til sakfellingar. Þetta vill Karl Gauti ekki sætta sig við og segir í samtali við blaðið að umfjöllun um svo mikilvæg mál sem þessi eigi að heyra undir dómstóla. Karl Gauti, sem er einnig fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglunnar á Vesturlandi og segir hana aðeins hafa rannsakað hluta málsins, en í kæru sinni til lögreglu á sínum tíma hafi Karl Gauti bent á fjölmörg atriði sem hann taldi ábótavant hjá kjörstjórninni.
Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34 Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. 14. mars 2022 12:34
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01