Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32