Fótbolti

„Stórt að ná þriðja markinu inn“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andy Robertson lagði upp fyrsta mark Liverpool.
Andy Robertson lagði upp fyrsta mark Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið.

„Þetta var erfiður leikur. Við vorum betri í fyrri hálfleik og hefðum getað náð meiri forystu. Svo vildum við halda forystunni en þeir náðu að setja á okkur eitt mark og það kveikti í áhorfendum og við urðum kærulausir. Það var stórt að ná þriðja markinu inn,“ sagði Skotinn að leikslokum.

Robertson hrósaði liðsfélaga sínum Luis Diaz sérstaklega, en hann er nýkominn til Liverpool frá erkifjendum Benfica, Porto.

„Hann fékk góðar móttökur í upphafi leiks eftir að hafa spilað fyrir erkifjendurna. En hann skoraði gott mark og tveggja marka forysta skiptir máli. Vonandi getum við klárað verkefnið.“

Skotinn lagði upp fyrsta mark Liverpool þegar hann tók hornspyrnu á 17. mínútu sem Ibrahima Konate stangaði í netið. Robertson segir að áhorfendur hafi kastað kveikjurum í hann þegar hann tók spyrnuna, og grínaðist með að það myndi vonandi hjálpa áhorfendum með að losna við tóbaksdjöfulinn.

„Það voru nokkrir kveikjarar sem var kastað í áttina að mér þegar ég var að taka hornið. Kannski mun það hjálpa þeim að hætta að reykja, svona til að sjá jákvæðu hliðina á þessu,“ sagði Robertson léttur.

„En fólk á ekki að vera að kasta hlutum inn á völlinn. Þetta getur slasað leikmenn. Sem betur fer hittu þeir mig ekki.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×