Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 17:38 Borgarfulltrúi Pírata segir að gera þurfi miklu meira en að ráðast í orkuskipti til að tryggja framtíð komandi kynslóða. Aðsend Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, steig í pontu og sagði að orðræða Sjálfstæðisflokksins í orkumálum væri „þreytt og hálfóþolandi“. „Að hin eina sanna lausn við loftslagsmálunum séu orkuskiptin. Ég vil minna á það að í greiningu á því hvað þarf til svo að hægt sé að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins kemur fram að orkuskiptin, jafnvel þó þau fari fram úr björtustu áætlunum, muni ekki duga til. Það verður að gera miklu meira. Orkuskiptin eru mikilvæg, ekki misskilja mig, en þau eru ekki hinn heilagi kaleikur.“ Það verði eitthvað undan að láta; breyta þyrfti ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins. Það yrði að minnka sóun og rýna í forgangsröðun á nýtingu auðlinda. „Hvernig erum við að nýta raforkuna okkar í dag, sem dæmi? Erum við bara sátt við þá forgangsröðun? Svo sátt að það sé bara ekkert tiltökumál að virkja alltaf meira og meira? Hve lengi þá spyr ég, hve mikið og hvenær á því eiginlega að linna?“ Dóra sagði að línulegur vöxtur væri ekki náttúrulögmál og að Sjálfstæðisflokkurinn væri upptökin af því að engu mætti fórna eða bæta í þágu komandi kynslóða og loftslagsins. „Hverskonar frelsi er þetta í frelsisflokknum? Þetta er frelsi þeirra sem menga. Frelsi þeirra sem eiga og hafa hag af áframhaldandi mengun, hag af stöðnun. Ekki frelsi komandi kynslóða. Ekki frelsi fólks frá mengun eða því að stanslaust sé gengið meira á náttúruna með freku fót- og sótspori mannsins.“ Loftslagsmál Borgarstjórn Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05 Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, steig í pontu og sagði að orðræða Sjálfstæðisflokksins í orkumálum væri „þreytt og hálfóþolandi“. „Að hin eina sanna lausn við loftslagsmálunum séu orkuskiptin. Ég vil minna á það að í greiningu á því hvað þarf til svo að hægt sé að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins kemur fram að orkuskiptin, jafnvel þó þau fari fram úr björtustu áætlunum, muni ekki duga til. Það verður að gera miklu meira. Orkuskiptin eru mikilvæg, ekki misskilja mig, en þau eru ekki hinn heilagi kaleikur.“ Það verði eitthvað undan að láta; breyta þyrfti ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins. Það yrði að minnka sóun og rýna í forgangsröðun á nýtingu auðlinda. „Hvernig erum við að nýta raforkuna okkar í dag, sem dæmi? Erum við bara sátt við þá forgangsröðun? Svo sátt að það sé bara ekkert tiltökumál að virkja alltaf meira og meira? Hve lengi þá spyr ég, hve mikið og hvenær á því eiginlega að linna?“ Dóra sagði að línulegur vöxtur væri ekki náttúrulögmál og að Sjálfstæðisflokkurinn væri upptökin af því að engu mætti fórna eða bæta í þágu komandi kynslóða og loftslagsins. „Hverskonar frelsi er þetta í frelsisflokknum? Þetta er frelsi þeirra sem menga. Frelsi þeirra sem eiga og hafa hag af áframhaldandi mengun, hag af stöðnun. Ekki frelsi komandi kynslóða. Ekki frelsi fólks frá mengun eða því að stanslaust sé gengið meira á náttúruna með freku fót- og sótspori mannsins.“
Loftslagsmál Borgarstjórn Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05 Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34
Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. 4. apríl 2022 14:05
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01