Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 12:20 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty/Matt McClain Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira