Innlent

Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hjálmar segir markmiðið enn að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - ekki að veikja þær. Ástandið sé vonandi tímabundið.
Hjálmar segir markmiðið enn að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - ekki að veikja þær. Ástandið sé vonandi tímabundið. vísir/aðsend/vilhelm

Strætó skerðir í dag þjónustu sína við far­þega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnar­­for­­maður skilur ó­­­sætti far­þega vel og vonast til að skert þjónusta verði að­eins tíma­bundin.

Breytingarnar á þjónustu strætó tóku gildi í dag en þær eru gerðar vegna mikils rekstrar­halla eftir heims­far­aldurinn.

Gert er ráð fyrir að spara þurfi 275 milljónir í rekstrinum í ár og er þessi fækkun ferða liður í því.

Leiðirnar sem þjónusta verður skert á eru þær minnst nýttu hjá strætó.

„Þetta er í rauninni bara gert til þess að Strætó geti starfað á­fram og sinnt sínu megin­hlut­verki sem er flutningar á fólki, og er auð­vitað tíma­bundið þar til hagurinn vænkast og þetta verður endur­skoðað næsta haust,“ segir Hjálmar Sveins­son, for­maður stjórnar Strætó og borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar.

Markmiðið að efla almenningssamgöngur - ekki veikja þær

Hann kveðst hafa fullan skilning á ó­á­nægju meðal al­mennings með þetta skerta þjónustu­stig.

„Ég skil það mjög vel. Þetta eru náttúru­lega mikil von­brigði. Við stefnum að því að efla hérna al­mennings­sam­göngur og sú stefna hefur ekkert breyst. Það bara kemur núna svona þetta tíma­bil þar sem strætó verður tíma­bundið að draga ör­lítið seglin saman,“ segir Hjálmar.

Far­þega­fjöldi dróst nefni­lega saman hjá Strætó um 20 prósent í far­aldrinum og tapaði fyrir­tækið um einum og hálfum milljarði á tíma­bilinu.

En gátu sveitar­fé­lögin á höfuð­borgar­svæðinu sem eiga strætó ekki létt undir með honum með ein­hvers konar Co­vid-styrk?

„Við hjá strætó höfum auð­vitað rætt það og spurt að slíku. En sveitar­fé­lögin virðast ekki vera af­lögu­fær núna. Sveitar­fé­lögin urðu náttúru­lega líka fyrir heil­miklu tekju­tapi. Þannig að eins og stendur gekk það ekki eftir,“ segir Hjálmar.

Breytingarnar sem taka gildi í dag:

Leið 7

Virkir dagar

Seinasta ferð frá Tungubökkum til Egilshallar fer kl. 21:08 í staðinn fyrir kl. 22:38

Seinasta ferð frá Egilshöll til Tungubakka fer kl. 21:09 í staðinn fyrir kl. 22:39

Helgar

Seinasta ferð frá Tungubökkum til Egilshallar fer kl. 21:04 í staðinn fyrir kl. 21:08

Seinasta ferð frá Egilshöll til Tungubakka fer kl. 21:05 í staðinn fyrir kl. 21:09

Leið 11

Seinasta ferð frá Eiðistorgi til Mjóddar fer kl. 23:23 í staðinn fyrir kl. 00:23

Seinasta ferðin frá Mjódd til Eiðistorgs fer kl. 23:22 í staðinn fyrir kl. 00:22

Leið 12

Seinasta ferð frá Ártúni til Skerjafjarðar fer kl. 23:07 í staðinn fyrir kl. 23:37

Seinasta ferð frá Skerjafirði til Ártúns fer kl. 23:20 í staðinn fyrir kl. 23:50

Leið 15

Seinasta ferð frá Flyðrugranda til Reykjavegar fer kl. 23:01 í staðinn fyrir kl:23:31

Seinasta ferð frá Reykjavegi til Flyðrugranda fer kl. 23:15 í staðinn fyrir kl:23:45

Leið 19

Virkir dagar

Seinasta ferð frá Ásvallalaug til Kaplakrika fer kl.22:10 í staðinn fyrir kl. 22:40

Seinasta ferð frá Kaplakrika til Ásvallalaug fer kl.22:06 í staðinn fyrir kl:22:36

Laugardagar

Seinasta ferð frá Ásvallalaug til Kaplakrika fer kl. 22:22 í staðinn fyrir kl. 22:52

Seinasta ferð frá Kaplakrika til Ásvallalaugar fer kl. 22:18 í staðinn fyrir kl:22:48

Leið 22

Virkir dagar.

Leið 22 breytist í pöntunarþjónustu kl. 19:44 og fer seinasti vagn frá Ásgarði kl. 19:14.

Leið 23

Leið 23 breyist í pöntunarþjónustu kl. 19:47 og fer seinasti vagn kl. 19:17.

Leið 24

Leið 24 mun aka á 30 mínútna tíðni alla daga í stað þess að aka á 15 mínútna tíðni á annatímum.

Leið 28

Seinasta ferð frá Dalaþingi til Hamraborgar fer kl. 20:02 í staðinn fyrir kl. 23:32

Seinasta ferð frá Hamraborg til Dalaþings fer kl. 20:05 í staðinn fyrir kl. 23:35

Leiðir 35 og 36

Leið 35

Seinasta ferð frá Hamraborg fer kl. 23:07 i staðin fyrir kl. 23:37

Leið 36

Seinasta ferð frá Hamraborg fer kl. 20:07 i staðin fyrir kl. 22:07


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×