Innlent

„Það stenst enginn þetta augna­ráð“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. 
Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur.  vísir

Það mun vanta sjö leið­sögu­hunda fyrir blinda og sjón­skerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eig­anda leið­sögu­hunds, í mið­bæ Reykja­víkur í gær sem lýsti afar nánu sam­bandi sínu við besta vin sinn - Gaur.

Lions­hreyfingin á Ís­landi selur nú rauðu fjöðrina svo­kölluðu í sam­­starfi við Blindra­­fé­lagið til að tryggja fram­­boð af leið­­sögu­­hundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til við­bótar, hið minnsta, á næstu árum.

Þeir fé­lagar Þor­kell Jóhann Stein­­dal og leið­­sögu­­hundur hans Gaur voru staddir niðri í mið­bæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöld­fréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan:

Leið­sögu­hundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Sví­þjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt.

„Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fóstur­fjöl­skyldu þar sem þeir læra guðs­ótta og góða siði hjá heil­brigðum sænskum fjöl­skyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heima­vistar­skóli fyrir hunda,“ út­skýrir Þor­kell, eða Keli, fyrir okkur.

Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir

Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Ís­lands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa.

Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust

Keli segir hundana þó gegna fjöl­þættara hlut­verki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefni­lega ansi góður fé­lags­skapur.

„Ég hef nú orðið þeirrar gæfu að­njótandi að fylgjast með not­endum fá hundana sína og góðu á­hrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þor­kell.

„Fólki líður betur, það fær meira sjálfs­traust og svo eru þetta svo yndis­leg kvikindi að þau verða svona til þess að auka veru­lega á tíðni já­kvæðra sam­skipta við nær­um­hverfi manns og annað fólk,“ segir hann.

Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir

Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefni­lega ekki verra að vera með krútt­legan hund þegar á að sann­færa fólk.

„Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að á­kveða sig. Sagt bara: Áður en þú á­kveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×