Innlent

Hver einasta frá­­sögn hitti starfs­­fólk fæðingar­þjónustu í hjarta­­stað

Árni Sæberg skrifar
Fæðingarþjónustan er til húsa í kvennadeild Landspítalans við Hringbraut.
Fæðingarþjónustan er til húsa í kvennadeild Landspítalans við Hringbraut. Vísir/Vilhelm

Starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna mikillar samfélagsumræðu undanfarið um störf þeirra.

Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum.

Rætt var við Eydísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær:

„Við, starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala, höfum ekki farið varhluta af þeirri þungu umræðu sem undanfarna daga hefur birst á samfélagsmiðlum. Hver ein og einasta frásögn hittir okkur í hjartastað og við viljum að konur og fjölskyldur þeirra viti að við sjáum og heyrum frásagnir ykkar,“ segir í yfirlýsingu frá starfsfólki fæðingarþjónustu Landspítala.

Starfsfólkið segir umræðuna vera mikilvæga og að mikilvægt sé að foreldrar upplifi ekki óöryggi í aðdraganda fæðinga.

Þá segir að reynsla og menntun starfsfólks fæðingarþjónustu Landspítala sé með því besta sem gerist í faginu. Samanburðartölfræði bendi til þess að gæði þjónustunnar séu með þeim allra bestu í heiminum.

„Við ætlum að læra af þeim frásögnum sem deilt hefur verið undanfarna daga, við höfum nú þegar hafið þá vinnu og markmið okkar er að þjónustan muni endurspegla það,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×