Lífið

Óskarsvaktin fer yfir hátíðina og eftirmála hennar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dóra Júlía og Elísabet Hanna voru með vaktina á Vísi.
Dóra Júlía og Elísabet Hanna voru með vaktina á Vísi. Hulda Margrét.

Óskarvakt Vísis í ár skipuðu þær Dóra Júlía og Elísabet Hanna. Þær hafa nú tekið saman stærstu mál Óskarsins 2022 og sett þau í svokallaðan uppgjörsþátt, um hátíðina og allt sem henni hefur fylgt. Kjólarnir, tískan, kynnarnir, atvikið sem allir eru að tala um og eftirmálar þess.

Vaktin sá ekkert annað í stöðunni en að taka saman stutta samantekt á öllu sem fór fram  sunnudaginn 27. mars. Eitt umdeildasta atvik í sögu hátíðarinnar þar sem Will Smith sló Chris Rock er rætt sem og eftirmálar þess en umræðan hefur verið í miklum forgrunni undanfarið. Einnig er farið yfir stærstu tískustundirnar sem áttu sér stað. 

Þátturinn var tekinn í þremur pörtum þar sem málið var í stöðugri þróun og alltaf hægt að grípa eitthvað nýtt. 

Klippa: Óskarsuppgjör

Tengdar fréttir

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×